Það vantar meginpunktinn í máli Gogoyoko í þessarri frétt

Ég fékk fjölpóst frá gogoyoko varðandi málið áðan, og megin-punkturinn í því var eftirfarandi (sem kemur ekki fram í viðhengdri frétt):- - - - -* Við höfum fengið beiðnir frá listamönnum og hljómsveitum sem vilja fá að gefa tónlist sína, eitt lag eða fleiri, í lengri eða skemmri tíma, á gogoyoko.com* Við höfum reynt að mæta þessum þörfum* En höfum ávallt fengið NEI frá STEF um að þetta sé hægt, nema höfundarréttargjöld séu greidd, sem eru 12 krónur af hverju lagi að lágmarki.* Við þetta er að bæta að íslenskir tónlistarmenn þurfa sjálfir að greiða gjöld til STEF fyrir þá diska sem þeir gefa sjálfir út og/eða dreifa sér til kynningar, og á því eru ekki gerðar undantekningar.Okkur þykja þessi vinnubrögð STEFs skjóta skökku við.- - - - - Sumsé: rosa hallærislegt að tónlistarmenn fá ekki að gefa út eigin lög á netinu nema borga tíund til stef, sem þeir fá ekkert endilega til baka. Sama gildir með geisladiskaútgáfu. Hérna er öll fréttatilkynningin. Ýmislegt annað áhugavert í henni:- - - - -gogoyoko.com hvetur Íslendinga til að kaupa íslenska tónlist á degi íslenskrar tónlistar- og hafnar boði STEF um að gefa eftir innheimtu höfundarréttargjaldagogoyoko.com hvetur Íslendinga til að kaupa íslenska tónlist á Degi íslenskrar tónlistar - og styðja þannig við íslenska tónlist og tónlistarmenn.gogoyoko.com hefur fengið fregnir af því að STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, ætli að gefa eftir allar greiðslur til tónskálda og eigenda flutningsréttar á Degi íslenskrar tónlistar. Með þessum hætti er ákveðnum tónlistarbúðum á netinu gefin kostur á að gefa íslenska tónlist, með samþykki útgefanda.Í kjölfar eftirgrennslan var okkur, gogoyoko.com, um kl 12.20 í dag boðið að gera slíkt hið sama.* Við viljum hvorki né getum gefið tónlist listamanna, nema með fullu samþykki þeirra listamanna sem eiga í hlut.* Við höfum ekki tök á að fá samþykki þeirra listamanna sem eru með tónlist sína í sölu á gogoyoko.com með þetta skömmum fyrirvara.* Við hefðum gjarnan viljað fá upplýsingar um að STEF hyggðist gefa eftir greiðslur til höfunda þennan dag með meiri fyrirvara.* Við höfum því hafnað þessu boði STEF.gogoyoko.com er stofnað af listamönnum, fyrir listamenn, og er grunnhugmynd fyrirtækisins að bjóða listamönnum upp á sem besta þjónustu þar sem þeir fá sem mest fyrir sölu á tónlist sinni.* Við höfum fengið beiðnir frá listamönnum og hljómsveitum sem vilja fá að gefa tónlist sína, eitt lag eða fleiri, í lengri eða skemmri tíma, á gogoyoko.com* Við höfum reynt að mæta þessum þörfum* En höfum ávallt fengið NEI frá STEF um að þetta sé hægt, nema höfundarréttargjöld séu greidd, sem eru 12 krónur af hverju lagi að lágmarki.* Við þetta er að bæta að íslenskir tónlistarmenn þurfa sjálfir að greiða gjöld til STEF fyrir þá diska sem þeir gefa sjálfir út og/eða dreifa sér til kynningar, og á því eru ekki gerðar undantekningar.Okkur þykja þessi vinnubrögð STEFs skjóta skökku við.Á meðan við vonum að allir þeir listamenn sem verið er að gefa tónlist með á morgun séu samþykkir þessum ráðahag, hvetjum við fólk til að kaupa íslenska tónlist á Degi íslenskrar tónlistar.gogoyoko.com er tónlistarbúð og samfélag á netinu þar sem þú getur keypt tónlist beint af tónlistarmönnum og hljómsveitum, sem og plötuútgáfum í þeim tilvikum sem listamenn eru með plötusamning. Listamenn og hljómsveitum er gefin kostur á að gefa hluta af tónlistarsölu sinni til góðgerðarmála og því rennur hluti tónlistarsölu, auk auglýsingatekna gogoyoko.com, til mannúðar og umhverfismála.Frekari upplýsingar veitir Haukur Davíð Magnússon, framkvæmdastjóri gogoyoko, S: 828 2478 / haukur@gogoyoko.com
mbl.is Hvetja landsmenn til að kaupa íslenska tónlist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg frétt

En hvað þýðir þetta?

Er þetta slæmt?


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat Kaupþings og Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

brrmtsssh

Djöfulsins fýlupúkar eru þessir Moody's gaurar.
mbl.is Moody's lækkar lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogeddí

Ég stofnaði þessa síðu bara til að geta kommentað á blog.is. Bloggið mitt má finna hér.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.